10 km hlaup
Þátttakendur í 10 km hlaupinu

10 km hlaupið hefur verið vinsælasta vegalengdin í Reykjavíkurmaraþoni frá árinu 2005. Vegalengdin var í fyrsta sinn í boði í 10. hlaupinu árið 1993 en þá tóku 1.131 þátt. Árið 2018 voru skráðir þátttakendur í 10 km hlaupi 7.061.

Þátttakendur

10 km hlaupið er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt að yngri börn taki þátt.

Skráning

Skráning í 10 km hlaup fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons en einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni. Athugið þó að þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá sig tímanlega. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þátttakendum í 10 km, 21,1 km og 42,2 km er ekki heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna.

Leiðin

Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og endar á sama stað. Hlaupið er um eftirfarandi götur:

Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, Pósthússtræti, Austurstræti og Lækjargata

Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðinni.

Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í 10 km hlaupinu og þurfa allir sem taka þátt að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimunum til að fá skráðan tíma. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um tímatöku.

Verðlaun

Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaun auk þess sem fyrstu þrír karla og fyrstu þrjár konur fá sérstök verðlaun. Sjá nánari upplýsingar um verðlaun hér.

Aldursflokkar

Keppt er í níu aldursflokkum karla og kvenna og fær fyrsti hlaupari í hverjum flokki verðlaun. Sjá nánar hér.

Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Kort af 10 km leiðinni

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.