3 km Skemmtiskokk - hlaupaleiðir

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða. Við viljum leggja áherslu á að styðja við bakið á góðgerðarfélögunum sem treysta mörg á stuðning hlaupsins og þátttakenda, vina þeirra og fjölskyldna. Þú getur skráð þig í átakið þér að kostnaðarlausu.

Frá árinu 1993 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni boðist að hlaupa skemmtiskokk og hefur það frá upphafi verið vinsælt. Hvert ár taka á bilinu 2.000-2.500 manns þátt.

Hér að neðan má finna tillögur að hlaupaleiðum sem hægt er að nýta sér þegar hlaupið er til góðs.

Leið 1 - Litli miðbæjar hringurinn

Hlaupin er skemmtileg leið í miðbæ Reykjavíkur um eftirfarandi götur:

Sóleyjargata, Njarðargata, Fjólugata, Bragagata, Laufásvegur, Hellusund, Grundarstígur, Spítalastígur, Ingólfsstræti, Amtmannsstígur, Þingholtsstræti, Hellusund, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Veltusund, Austurstræti og Lækjargata.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.