Skemmtiskokk 600 m
Lítil stúlka á hlaupum í rauðum Georgsbol

Skemmtiskokk sem er sérstaklega hugsað fyrir yngstu kynslóðina hefur verið ein af vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka frá árinu 2007 og hefur verið vinsælt frá upphafi.

Í ár verður boðið uppá u.þ.b. 600 m langt skemmtiskokk í miðbænum. Allir geta skráð sig í 600 m skemmtiskokk en þessi vegalengd hentar þó líklega best fyrir 6 ára og yngri. Mælt er með því að þau sem eru eldri og þau sem eru vön að hlaupa lengra velji lengri vegalengdir t.d. 3 km skemmtiskokk.

Áður en hlauparar rjúka af stað verður upphitun við sviðið þar sem þeir Gunni og Felix stíga á stokk. Við keyrum síðan upp stemninguna á hlaupabrautinni með tónlist og góðri hvatningu. Vertu með í skemmtiskokkinu. Það borgar sig.

Teiknimynd af skemmtikröftum í skemmtiskokkinu ásamt Georg og hressum krökkum við Hljómskálann

Tímasetningar

Tvær ræsingar verða í 600 m skemmtiskokkið til að koma í veg fyrir troðning:

  • Klukkan 13:30
  • Klukkan 14:00

Við skráningu í hlaupið þarf að velja þann ræsingartíma sem hentar betur. Hægt er að skipta um rástíma á mínum síðum ef ekki er orðið fullbókað í hinn rástímann.

Gott er að mæta í Lækjargötuna 15-30 mínútum fyrir ræsingu.

 

Þátttökugjald

Þátttökugjöld í 600 m skemmtiskokkið eru 1.400 kr fyrir börn og 2.450 kr fyrir fullorðna ef forskráð er á vefnum en 1.680 kr fyrir börn og 2.940 fyrir fullorðna ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll. Þau sem skrá sig fyrir 7.júní fá 20% afslátt af forskráningargjaldinu.

Einn fullorðinn einstaklingur má fylgja hverju barni í 600 m skemmtiskokkinu og þarf ekki að skrá eða greiða fyrir fylgdarmanninn. Mælst er til þess að öll börn 6 ára og yngri hafi með sér fullorðinn fylgdarmann í hlaupinu.

Veittur er barnaafsláttur ef foreldri/forráðamaður hleypur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og tvö eða fleiri börn. Sjá nánar í verðskrá hér.

Innifalið í þátttökugjaldinu er bolur sem verður afhentur með hlaupagögnum á skráningarhátíð í Laugardalshöll, verðlaunapeningur og drykkur þegar komið er í mark.
 

Skráningarhátíð

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram í Laugardalshöll. Á skráningarhátíðinni geta forskráðir þátttakendur nálgast hlaupagögn sín og þeir sem eiga eftir að skrá sig geta einnig gert það á staðnum. Smelltu hér til að fá upplýsingar um opnunartíma.

Kort

Hlaupið hefst í Lækjargötu og endar á Skothúsvegi.

Kort af hlaupaleiðinni í 600 m skemmtiskokkinu

Samstarfsaðilar
  • Merki Korta

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.