Hetjuhlaupið - 600 m

Við hvetjum alla krakka sem ætla að taka þátt í hetjuhlaupinu að mæta sem sín uppáhalds hetja og þannig skapa skemmtilega stemningu í hlaupinu. Allir krakkar sem taka þátt geta síðan valið gott málefni á hlaupastyrkur.is og þannig styrkt aðrar hetjur.

Hetjuhlaupið er skemmtiskokk sem er sérstaklega hugsað fyrir yngstu kynslóðina hefur verið ein af vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka frá árinu 2007 og hefur verið vinsælt frá upphafi.

Í ár verður boðið uppá u.þ.b. 600 m langt skemmtiskokk í miðbænum. Allir geta skráð sig í 600 m skemmtiskokk en þessi vegalengd hentar þó líklega best fyrir 7 ára og yngri. Mælt er með því að þau sem eru eldri og þau sem eru vön að hlaupa lengra velji lengri vegalengdir t.d. 3 km skemmtiskokk.

Áður en hlauparar rjúka af stað verður upphitun við sviðið. Við keyrum síðan upp stemninguna á hlaupabrautinni með tónlist og góðri hvatningu. Vertu með í hetjuhlaupinu. Það borgar sig.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.