6000 þegar skráðir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram laugardaginn 24.ágúst. Skráning í hlaupið gengur vel og hafa nú þegar um 6000 þátttakendur skráð sig, 4000 Íslendingar og 2000 frá öðrum löndum.

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendu þátttakendanna, 547, og næst fjölmennastir Bretar, 189. Skráðir Þjóðverjar eru 185 og 122 frá Kanada en erlendu þátttakendurnir eru af 83 mismunandi þjóðernum.

Mælt er með því að áhugasamir þátttakendur forskrái sig hér á rmi.is því skráning á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll er 20% dýrari.

Hressir hlauparar með Hallgrímskirkju í baksýn

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Bændaferðir

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.