Áheitasöfnun fer vel af stað
11. maí 2018

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á hlaupastyrkur.is. Óhætt er að segja að söfnunin fari vel af stað í ár því nú þegar hafa rúmar tvær milljónir safnast sem er 224% meira en á sama tíma í fyrra.

Á hlaupastyrkur.is er hægt að velja um að hlaupa og safna fyrir meira en 100 mismunandi góðgerðafélög. Skráning góðgerðafélaga stendur þó ennþá yfir og geta félög sem enn eiga eftir að skrá sig sent póst á [email protected] með upplýsingum um nafn félags, kennitölu og bankareikning. Nánari upplýsingar um skráningu góðgerðafélaga má finna hér.

Skráðir áheitahlauparar eru nú 1080 talsins sem eru 33% fleiri en á sama tíma í fyrra. Flestir skrá sig sem áheitahlaupara um leið og þeir skrá sig í hlaupið en allir fá val um það í skráningarferlinu. Einnig er hægt að fara inná hlaupastyrkur.is eftir að skráningu er lokið og stofna aðgang hér.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.