8% aukning í áheitum
9. ágúst 2018

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel þessa dagana. Í dag fór heildarupphæð safnaðra áheita yfir 42 milljónir sem er 8% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra.

Á hlaupastyrkur.is geta allir skráðir hlauparar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka safnað áheitum fyrir góð málefni. Hægt er að velja á milli 172 góðgerðafélaga og því ættu allir að finna eitthvað málefni sem stendur þeim nær.

Smelltu hér ef þú vilt skrá þig sem góðgerðahlaupara á hlaupastyrkur.is og byrja að safna áheitum.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.