Aukning í áheitum og skráningu
24. júní 2018

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hér á rmi.is og áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is gengur frábærlega. Samanborið við sömu dagsetningu í fyrra er 24% aukning í skráningum og 98% aukning í áheitum.

Skráðir hlauparar eru nú 6720 talsins og hafa flestir skráð sig í 10 km hlaupið eða 2909. Um 2000 hlauparar eru skráði í hálft maraþon, 1400 í maraþon og 350 í 3 km og 600 m skemmtiskokk. Á meðal skráðra þátttakenda eru 2755 erlendir hlauparar. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, 855 manns og næst flestir frá Bretlandi, 346 manns.

Rúmlega átta milljónir króna hafa þegar safnast til góðra málefna á hlaupastyrkur.is en á sama tíma í fyrra var búið að safna rúmum fjórum milljónum. Rúmlega 2000 hlauparar eru að safna áheitum fyrir 140 mismunandi góðgerðafélög á áheitavefnum.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.