Brautarskoðun og nudd

Maraþon og hálfmaraþon hlaupurum stendur til boða að kaupa maraþonpakka sem inniheldur brautarskoðunarferð og nudd fyrir 7.900 kr.

Brautarskoðunarrútan fer frá Laugardalshöllinni klukkan 20:00 fimmtudaginn 16.ágúst og er áætlað að ferðin taki um 90 mínútur. Rútan verður staðsett fyrir framan innganginn og er merkt Reykjavik Excursions. Íslandsmeistarinn í maraþoni karla og sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017, Arnar Pétursson, verður leiðsögumaður í brautarskoðunarferðinni.

Í ár verður sérstakt marksvæði fyrir maraþon og hálfmaraþon hlaupara í portinu bak við gamla miðbæjarskólann. Þar geta hlauparar slakað á að hlaupi loknu og þeir sem kaupa maraþonpakkann fá 15 mínútna nudd í íþróttasal skólans.

Aðeins er hægt að bjóða takmörkuðum fjölda hlaupara að kaupa þennan maraþonpakka. Því hvetjum við þig til að ganga frá kaupum fyrr en síðar.

Smelltu hér til að kaupa maraþonpakkann.

Íslandsmeistarinn í maraþoni karla og sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017, Arnar Pétursson, verður leiðsögumaður í brautarskoðunarferðinni.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.