Fyrirtækjahópar á hlaupastyrkur.is

Á hlaupastyrkur.is hefur nú bæst við nýr möguleiki fyrir fyrirtæki. Hægt er að stofna fyrirtækjahópa þar sem allir á vinnustaðnum eða deildinni geta verið saman í hóp og safnað fyrir gott málefni.

Hópurinn þarf að velja sér eitt málefni sem fær öll áheit sem berast beint á hópinn. Einstaklingarnir í hópnum geta hlaupið sem einstaklingar fyrir sama málefni eða valið sér eitthvað annað málefni til að hlaupa fyrir.

Til þess að stofna hópinn þarf einn úr hópnum að skrá sig hér inná inná hlaupastyrkur.is. Neðst á síðu einstaklinga er ýtt á hnappinn "Stofna nýjan fyrirtækjahóp". Þar þarf að fylla út í nokkra reiti, ýta á "Vista" og þá er hópurinn kominn hér inná hlaupastyrkur.is. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins geta svo bætt sér inni í þennan hóp með því að skrá sig inná hlaupastyrkur.is og velja fyrirtækið af fellilista á sinni síðu. Sá sem stofnaði hópinn getur sett inn mynd af hópnum eða merki fyrirtækisins og texta sem birtist hér á hlaupastyrkur.is.

Allir skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka geta hlaupið til góðs og safnað áheitum á hlaupastyrkur.is. Ef góðgerðafélag var valið við skráningu í hlaupið eru þátttakendur komnir með aðgang að hlaupastyrkur.is og geta skráð sig inn á sína síðu hér. Ef þátttakendur völdu sér ekki góðgerðarfélag við skráningu í hlaupið er hægt að stofna aðgang að hlaupastyrkur.is hér.

Hressar konur á hlaupum

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.