Góður dagur á enda

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku.

Sigurvegarar í maraþoni voru þau Arnar Pétursson og Barbora Nováková frá Tékklandi. Maraþonið var jafnframt Íslandsmeistaramót og voru Arnar Pétursson og Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir hlutskörpust í þeirri keppni. Hlynur Andrésson var fyrsti karl og Alexandra Niles frá Bandaríkjunum fyrsta kona í mark í hálfmaraþoninu og Hlynur Ólason og Katerina Kratochvilova Kriegelova frá Tékklandi í  10 km hlaupinu. Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.

Áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is er enn í fullum gangi og verður opin til miðnættis á mánudaginn 26.ágúst. Þegar er búið að slá áheitametið sem sett var í fyrra og eru áheitin komin yfir 160 milljónir.

Íþróttabandalag Reykjavíkur þakkar hlaupurum, samstarfsaðilum, starfsmönnum, hvatningarfólki og tillitssömum vegfarendum kærlega fyrir góðan dag.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.