Góður dagur á enda
24. ágúst 2019

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku.

Sigurvegarar í maraþoni voru þau Arnar Pétursson og Barbora Nováková frá Tékklandi. Maraþonið var jafnframt Íslandsmeistaramót og voru Arnar Pétursson og Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir hlutskörpust í þeirri keppni. Hlynur Andrésson var fyrsti karl og Alexandra Niles frá Bandaríkjunum fyrsta kona í mark í hálfmaraþoninu og Hlynur Ólason og Katerina Kratochvilova Kriegelova frá Tékklandi í  10 km hlaupinu. Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.

Áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is er enn í fullum gangi og verður opin til miðnættis á mánudaginn 26.ágúst. Þegar er búið að slá áheitametið sem sett var í fyrra og eru áheitin komin yfir 160 milljónir.

Íþróttabandalag Reykjavíkur þakkar hlaupurum, samstarfsaðilum, starfsmönnum, hvatningarfólki og tillitssömum vegfarendum kærlega fyrir góðan dag.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.