Hlaupabrettaáskorunin 2020

Eins og flestir vita nú þegar mun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki fara fram í ár. Til að styðja við bakið á góðgerðarfélögunum höfum við boðið þeim að taka þátt í hlaupabrettaáskorun. Áskorunin fer fram sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi í Reebok Fitness Holtagörðum en þar munu nokkur af þeim fjölmörgu góðgerðarfélögum sem skráð eru á hlaupstyrkur.is hlaupa stanslaust frá kl. 14:00 - 16:17 en það er hraðasta tími sem náðst hefur í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Hlaupabrettaáskorunin verður í beinni útsendingu á facebooksíðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka og visir.is. Tekin verða viðtöl við góðgerðarfélögin og hlauparana. Við hvetjum alla til að fylgjast með og heita á góðgerðarfélögin og hlauparana.

Áheitasöfnunin fer fram á hlaupstyrkur.is.

Á meðal góðgerðarfélaga sem ætla að taka þátt eru:

ADHD Samtökin, Bergið Headspace, Píeta Samtökin, Einstök börn, Ljónshjarta, Ljósið og Gleymmérei.

Ef þú hefur áhuga á að hlaupa í hlaupabrettaáskoruninni hvetjum við þig til að hafa samband við þitt félag.

Láttu ekki þitt eftir liggja!

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.