Hlaupdagur 2019 - helstu upplýsingar
23. ágúst 2019

Meira en 14 þúsund manns munu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 laugardaginn 24.ágúst.  

Upplýsingamiðstöð hlaupsins er í Menntaskólanum í Reykjavík á hlaupdag og er opið frá kl.7. Þar geta hlauparar sem gleymdu að sækja skráningargögn í Laugardalshöll, þurfa að skipta um vegalengd eða annað skráningartengt fengið úrslausn sinna mála. Einnig verður hægt að skrá sig í skemmtiskokk á staðnum.

Við vonum að allir, bæði þátttakendur, starfsmenn og áhorfendur, muni eiga góðan dag. Eftirfarandi eru slóðir á upplýsingar sem flestir eru að leita eftir á hlaupdag.

Dagskrá dagsins

Góðir hvatningarstaðir

Truflun á umferð

Lifandi úrslit

Kort af hlaupaleiðum

Samgöngur - menningarnott.is

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.