Hvað fær leikara til að hlaupa?
25. júní 2018

Auglýsingastofan Brandenburg fékk það hlutverk að útfæra auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 í kjölfar þess að hópur leikara leitaði til Íslandsbanka með þá hugmynd að gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða.

En hvað fær leikara til að hlaupa? Þeir hlaupa sem alls kyns karakterar í bíómyndum, þáttum og leiksýningum. Þeir hlaupa af allt öðrum ástæðum en venjulegt fólk. Þeir hlaupa fyrir ævintýraþrána, af einskærri gleði, undan uppvakningum og sumir hlaupa meira að segja frá sprengjum.

Auglýsingin fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár vísar í fræg minni og senur úr kvikmyndasögunni. Stórskotalið íslensku leiklistarsenunnar fær hér að blómstra í sínu náttúrulega umhverfi — og auðvitað hvetja fólk til að hlaupa í maraþoninu eða styrkja á hlaupastyrkur.is. Samuel & Gunnar directors leikstýrðu og SKOT Productions framleiddu.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.