Konur í gær - karlar í dag
17. ágúst 2018

Þær voru frábærar konurnar þrjár sem fluttu fyrirlestra á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í Laugardalshöll í gær. Allar voru þær með áhugaverðar lífsreynslusögur sagðar af mikilli innlifun og sannfæringu. Hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrunum hér á Youtube.

Í dag verður einnig boðið uppá fyrirlestra á skráningarhátíðinni en þá verða tveir karlar með erindi. Klukkan 17:00 mun Christofer Koch segja sögu sína en hann er fatlaður ævintýramaður sem fæddist með enga fætur og aðeins hluta af handleggjum en lætur það ekki stoppa sig í að taka þátt í maraþonum og ferðast um heiminn. Klukkan 18:00 mun svo Jack Fultz, sigurvegari Boston maraþonsins 1976 og íþróttasálfræðingur sem þjálfað hefur marga framúrskarandi hlaupara, segja frá sínum sigrum og ræða um frábæran árangur Dana-Farber samtakanna hann er hluti af og hafa verið stærstu góðgerðasamtökin í Boston Maraþoninu.

Fyrirlestrarnir verða fluttir á annarri hæð í Laugardalshöllinni og eru opnir öllum.

Jess Petersson, Sigrún Þuríður Geirsdóttir og Kate Jayden fluttu frábæra fyrirlestra í gær.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.