Leikarar andlit hlaupsins
22. júní 2018

Íslandsbanki er stærsti samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons og ber hlaupið nafn bankans. Í dag fer af stað stærsta herferð Íslandsbanka á árinu sem er fyrir  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þar sem hægt er að leggja góðum málefnum lið með því að heita á hlaupara. Í gegnum árin hafa landsþekktir einstaklingar verið í forsvari fyrir maraþonið og vakið athygli á góðgerðarfélögum. Í fyrra var set met í áheitasöfnun þegar söfnuðust yfir 118 milljónir til 152 félaga og því óhætt að segja að þetta sé stærsta góðgerðarsöfnun landsins.

Í ár mun hópur landsþekktra leikara vera í forsvari fyrir hlaupastyrk en verkefnið er að frumkvæði Ólafs Darra Ólafsson og Ilmar Kristjánsdóttur. Þau munu ásamt fjölda annarra leikara hvetja landsmenn til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og leggja góðum málefnum lið.

Enginn leikaranna fær greitt fyrir þátttöku í auglýsingunni eða verkefninu sem slíku en Íslandsbanki heitir á góðgerðarfélögin sem þau hlaupa fyrir. Auglýsingin verður frumsýnd í dag föstudag í hálfleik milli Íslands og Nígeríu á HM.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.