Mínar síður loka á fimmtudag
18. ágúst 2019

Á „mínum síðum“ geta skráðir þátttakendur breytt ýmsum stillingum varðandi skráningu sína í hlaupið. Athygli er vakin á því að lokað verður fyrir þessar breytingar kl.13:00 á fimmtudag, á sama tíma og forskráningu lýkur. Til að skrá sig inn á „mínar síður“ nota þátttakendur kennitöluna sína sem notendanafn en lykilorðið fengu þeir sent í tölvupósti við skráningu í hlaupið. Hér er hægt að fá sent nýtt lykilorð á skráð netfang.

SMS úrslit

Stuttu eftir að hlauparar koma í mark á laugardaginn fá þeir send sms skilaboð í farsímanúmerið sem þeir skráðu. Skilaboðin munu innihalda óstaðfestan flögutíma þeirra í hlaupinu. Staðfest úrslit munu síðan birtast á rmi.is eigi síðar en kl.17:00 á hlaupdag. Hægt er að uppfæra númerið á „mínum síðum“ á rmi.is til kl.13 á fimmtudag.

Sveitakeppni

Í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á fjögurra manna sveitakeppni. Hægt að mynda þrjár mismunandi tegundir af sveitum: kvennasveit, karlasveit og blandaða sveit. Fjórir þátttakendur þurfa að vera í hverri sveit og gildir samanlagður tími í úrslitum. Skráning í sveitakeppni fer fram á  „mínum síðum“ og verður opin þar til forskráningu lýkur á fimmtudag kl.13. Nánari upplýsingar um sveitakeppnina má finna hér.

Hlaupahópar og þátttakendalisti

Hér má finna lista yfir skráða þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019. Athugið þó að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á skráningarlista en ekki er hægt að komast hjá því að nöfn þátttakenda birtist í úrslitum að hlaupi loknu. Þau sem vilja breyta þessari stillingu á sinni skráningu geta gert það á „mínum síðum“ undir aðgerðir og vefupplýsingar. Á sama stað er einnig hægt að skrá hlaupahóp/íþróttafélag sem birtist á þátttakendalista og í úrslitum hlaupsins.

Nafnabreyting

Hægt er að gera nafnabreytingar á skráningum á „mínum síðum“ til kl.13 á fimmtudag. Athugið að hvorki er mögulegt að gera nafnabreytingar á skráningum á skráningarhátíð né á hlaupdag.

Breyting á vegalengdum

Þau sem vilja breyta um vegalengd geta gert það á „mínum síðum“. Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í lengri vegalengd. Ekki þarf að greiða breytingagjald. Einnig er hægt að gera breytingar á vegalengd á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll.

Hlauparar á Skothúsvegi

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.