Næstu hlaup
18. september 2018

Reykjavíkurmaraþon hefur farið fram í miðbæ Reykjavíkur árlega síðan 1984. Undanfarin ár hefur hlaupið farið fram á sama degi og Menningarnótt er haldin hátíðleg í Reykjavík. Menningarnótt fer ætíð fram 18.ágúst, sem er afmælisdagur Reykjavíkur, eða næsta laugardag þar á eftir.

Næstu hlaup verða á eftirfarandi dagsetningum:

24. ágúst 2019
22. ágúst 2020
21. ágúst 2021

Skráning hefst í byrjun janúar ár hvert.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.