Nú er rétti tíminn til að skrá sig

Núna er rétti tíminn til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fyrir þá sem vilja tryggja sér 20% afslátt af forskráningargjaldinu. Allir eru hvattir til að skrá sig eigi síðar en fimmtudaginn 6.júní því 7.júní fellur afslátturinn úr gildi.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram laugardaginn 24.ágúst og eru vegalengdir í boði fyrir alla aldurshópa og getustig: 

Maraþon (42,2 km)
Hálfmaraþon (21,1 km)
10 km hlaup (fyrir 12 ára og eldri)
3 km skemmtiskokk (fyrir alla aldurshópa)
600 m skemmtiskokk (fyrir alla aldurshópa)

Líkt og undanfarin ár geta skráðir þátttakendur hlaupið fyrir góð málefni á hlaupastyrkur.is.

Upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka má finna hér á rmi.is. Hægt er að greiða með bæði kredit og debet kortum.

Stór hópur hlaupara með Hallgrímskirkju í baksýn

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Bændaferðir

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.