Ráðstafanir vegna Covid-19

Breytingar á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 37. sinn laugardaginn 22. ágúst með breyttu sniði miðað við fyrirhugaðar afléttingar á samkomubanni. Breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins hafa verið unnar í samstarfi við Almannavarnir. 

Breytingar á skipulagi vegna tilmæla Almannavarna

Laugardaginn 22. ágúst verður ræst í nokkrum ráshópum til að virða hámarksfjölda hlaupara, en þá verður ræsingin yfir lengri tíma en áður hefur verið. Rássvæði verður í Sóleyjargötunni og marksvæði í Lækjargötu, því mun upphaf hlaupaleiðanna breytast lítillega í kjölfarið. Nánari upplýsingar koma fljótlega.

Afhending gagna í Laugardalshöll 

Til að stýra flæðinu í Laugardalshöllinni hefur opnunartíminn við afhendingu gagna verið lengdur, þannig verða ekki fleiri í sal en leyfilegt er á þessum tíma samkvæmt Almannavörnum. Tímasetningar og nánari upplýsingar verða birtar von bráðar.

Skráning 

Skráning fer fram á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka rmi.is. Í skráningarferlinu þurfa þátttakendur að velja ráshóp og þar sem takmarkaður fjöldi er í hvern ráshóp, en þetta er gert til þess að virða reglur um fjöldatakmörkun.

Rássvæði og endamark 

Rássvæði mun færast í ár og verður staðsett í Sóleyjargötu en endamark í Lækjargötu. Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að mikill fjöldi safnist saman á einum stað. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega fyrir ræsingu síns ráshóps en ræst verður á 30 mínútna fresti.

Vegalengdir í boði 

Laugardaginn 22. ágúst verður boðið upp á fimm vegalengdir eins og áður, 3 km, 10 km, 21,1 km og 42,2 km. 10 km, 21,1 km og 42,2 km vegalengdir verða allar ræstar frá Sóleyjargötu í ár. 

 • 600 m skemmtiskokk
 • 3 km skemmtiskokk
 • 10 km hlauparar fara inn í Vesturbæ, Seltjarnarnes og inn í miðbæinn. 
 • 21,1 km hlauparar fara inn í Vesturbæ, Seltjarnarnes, Granda, Sæbraut og inn í miðbæinn. 
 • 42,2 km hlauparar fara inn í Vesturbæ, Seltjarnarnes, Granda, Sæbraut, Túnin, Teiga og Bryggjuhverfið, Fossvoginn, Holtin og inn í miðbæ Reykjavíkur 

Kort af hlaupaleiðum verður uppfært von bráðar. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum í ár að frátöldu rássvæði.

Flögutími gildir til úrslita í ár

Vegna aðstæðna þá mun flögutími gilda til úrslita í Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2020. Flögutími verður færður til afrekaskrár.

Íslandsmeistari í hálfmaraþoni verður krýndur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Mikilvægt verður að allir hlauparar kynni sér upplýsingar vel fyrir hlaupdag og virði þær reglur sem eru settar í kjölfar Covid 19 takmarkana og sýni öðrum tillitssemi.

Einnig minnum við á að mörg góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2020 og má finna frekari upplýsingar um þau á hlaupastyrkur.is.

Gangi ykkur vel að æfa og vinnum saman að því að gera þennan dag stórskemmtilegan. 
Athugið að upplýsingar geta breyst við ný tilmæli Almannavarna.

Síðast uppfært: 16. júní

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.