Skemmtiskokkið er fyrir alla

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 24.ágúst 2019 er boðið uppá fimm vegalengdir, þar af tvö skemmtiskokk, 600 metra og 3 km. Skemmtiskokkið hentar fyrir alla sem vilja vera með og hafa gaman. Tilvalið fyrir fjölskyldu og vinahópa að fara saman í þessar vegalengdir.

Bæði 600 m og 3 km skemmtiskokkið hefst fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. 3 km skemmtiskokkið hefst klukkan 12:15 en 600 m er ræst í tveimur hópum klukkan 13:30 og 14:00. Sjá dagskrá dagsins hér.

Í 3 km hlaupinu er boðið uppá tímatöku og er hún hugsuð til hvatningar fyrir hvern og einn en ekki sem keppni og því eru allir tímar birtir í stafrófsröð.

Áður en hlauparar rjúka af stað verður upphitun á sviðinu í Lækjargötu. Bríet og Aron Can sjá um að hita upp fyrir 3 km og Gunni og Felix fyrir 600 m. Á hlaupabrautinni verður svo tónlist og góð hvatning.

Hægt er að skrá sig í skemmtiskokkið á vefnum til klukkan 13:00 fimmtudaginn 22.ágúst, í Laugardalshöll 22.ágúst kl.15-20, föstudaginn 23.ágúst kl.14-19 og í MR á hlaupdag frá klukkan 7:00.

Vertu með í skemmtiskokkinu. Það borgar sig.

Skemmtikraftarnir sem hitta upp fyrir skemmtiskokkið á samt Georg og krökkunum

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.