Skráning hefst 11.janúar 2019
2. janúar 2019

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 24.ágúst 2019 hefst 11.janúar klukkan 16:00.

Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

  • Maraþon (42,2 km)
  • Hálfmaraþon (21,1 km)
  • 10 km hlaup
  • 3 km skemmtiskokk
  • 600 m skemmtiskokk

Hlauparar eru hvattir til að skrá sig snemma því þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Sjá nánar hér.

Áheitasöfnun hlaupsins fer fram á hlaupastyrkur.is. Skráðir þátttakendur fá sendan tölvupóst þegar söfnunin hefst.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta
  • Merki Bændaferða

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.