28% aukning í skráningum
16. maí 2018

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 gengur vel. 28% fleiri hafa skráð sig í hlaupið í dag heldur en á sama tíma í fyrra.

Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið eða 2396 og næst flestir í hálft maraþon eða 1726. Í maraþon eru 1259 skráðir og 269 í skemmtiskokk.

Á meðal skráðra eru 2330 erlendir þátttakendur frá 70 mismunandi þjóðlöndum.

Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.