Spennandi fyrirlestrar
14. ágúst 2018

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn 18. ágúst 2018. Í tilefni af 35 ára afmæli hlaupsins verður boðið uppá fimm áhugaverða fyrirlestra. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Laugardalshöllinni 16.-17.ágúst og eru hluti af skráningarhátíð hlaupsins og stórsýningunni FIT & RUN 2018.

Á meðal fyrirlesara er Ólympíufari í maraþoni kvenna, sigurvegari í Boston maraþoninu og Christofer Koch, fatlaður ævintýramaður sem fæddist með enga fætur og aðeins hluta af handleggjum en lætur það ekki stoppa sig í að taka þátt í maraþonum og ferðast um heiminn.

Skráningarhátíðin og fyrirlestrarnir eru opnir öllum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir, ekkert þátttökugjald. Á sama tíma er hægt að skrá sig í hlaupið en þó er mælt með að gera það fyrir klukkan 13 á fimmtudag á vefnum því þá er þátttökugjald 20% lægra.

Nánar um skráningarhátíð og fyrirlestra hér.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.