Takk fyrir þátttökuna
20. ágúst 2018

Takk fyrir þátttökuna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn kæru hlauparar, áhorfendur, samstarfsaðilar og sjálfboðaliðar.

Við viljum benda á að hægt er að skoða úrslit í tímatökuvegalengdum hér á rmi.is. Veljið þá vegalengd sem þið viljið skoða og þá opnast úrslitin í nýjum glugga. Til að leita að hlaupara er best að ýta á „Ctrl" og „F" á lyklaborðinu. Þá opnast lítill gluggi þar sem hægt er að slá inn nafn þess sem leitað er að.

Marathon-photos.com er opinber ljósmyndari hlaupsins. Á vef þeirra er hægt að leita að myndum eftir nafni eða númeri og kaupa. Þar má einnig hlaða niður ókeypis viðurkenningarskjali til útprentunar. Á facebook síðu hlaupsins má finna myndir frá verðlaunaafhendingu og nokkrar svipmyndir af gleði dagsins.

Nýtt met var sett í áheitasöfnuninni á hlaupastyrkur.is og þökkum við kærlega þeim fjölmörgu sem tóku þátt í henni eða hétu á hlaupara. Rúmlega 156 milljónir söfnuðust til góðra málefna og fá góðgerðafélögin sína styrki greidda í lok október þegar allar greiðslur hafa borist frá korta- og símafyrirtækjum.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram laugardaginn 24.ágúst. Hvetjum þig til að taka daginn frá.

Deila þessari frétt
Samstarfsaðilar
  • Merki Korta

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.