Fatlaðir þátttakendur
Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Lækjargötu

Upplýsingar fyrir fatlaða þátttakendur

Skráning

Þátttakendur í hjólastól eru vinsamlega beðnir að haka við það í skráningarferlinu að þeir muni taka þátt í hlaupinu í hjólastól. Þegar nær dregur hlaupi munu þeir fá sendar upplýsingar er varða öryggi þeirra og annarra í hlaupinu.

Fylgdarmenn

Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta haft með sér einn fylgdarmann í hlaupinu sér að kostnaðarlausu ef þeir óska þess. Fylgdarmaður fær merkingu sem sýnir að hann megi vera á hlaupabrautinni en hann fær ekki tíma, bol eða önnur gögn hlaupsins.

Skrá þarf fylgdarmann með því að senda nafn hans ásamt nafni og kennitölu þátttakenda sem hann fylgir, á netfangið [email protected]. Fylgdarmaður fær afhent sérmerkt þátttökumerki á úrlausnaborði á skráningarhátíðinni.

Hlaupabrautin

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru á eigin ábyrgð. Hlaupabrautin er ekki alveg lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát. Auk þess er vakin athygli á því að hlaupabrautin getur verið á köflum erfið yfirferðar fyrir hjólastóla. Má þar nefna hraðahindranir, gróft undirlag og misfellur sem geta verið varasamar. Af öryggisástæðum þurfa þátttakendur í hjólastólum eða með önnur hjálpartæki að vera aftast í upphafi hlaups. (Sjá nánar undir hraðahólf)

Hjólastólakeppni í hálfmaraþoni

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 22.ágúst 2020 verður gerð tilraun með keppni í hjólastólaflokki í hálfu maraþoni ef næg þátttaka fæst. Keppnin er bundin við keppnishjólastóla (racing wheelchair) í opnum flokki T 51 - T54.

Sækja þarf um rétt til þátttöku í hjólastólakeppninni. Að lokinni skráningu í hlaupið þarf að senda umsókn á netfangið [email protected]. Í umsókninni þarf að koma fram áætlaður tími og/eða tími sem viðkomandi á úr annarri keppni keppnishjólastóla. Þessum pósti þarf auk þess að fylgja nafn, kennitala og netfang þátttakanda. Umsókn þarf að berast fyrir 1.ágúst.

Þeir þátttakendur sem öðlast þátttökurétt í hjólastólakeppninni verða ræstir saman samkvæmt skipulagi hlaupsins sem kynnt verður þátttakendum síðar. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2., og 3. sæti í flokki karla og 1., 2. og 3.sæti í flokki kvenna ef næg þátttaka fæst.

Athygli skal vakin á því að til þess að keppnin verði haldin þurfa að vera þrír þátttakendur í karla og/eða þrír þátttakendur í kvenna flokki.

Verðlaun

Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og fá skráðan tíma hafi þeir tekið þátt í vegalengd með tímatöku.

Þátttakendur í hjólastól geta ekki unnið til verðlauna fyrir fyrstu þrjú sætin eða aldursflokkaverðlaun í hlaupinu.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.