Góðgerðarmál

Áheitasöfnunin hefst um leið og skráning í hlaupið þann 12.janúar 2018. Opið verður fyrir skráningu áheita til miðnættis mánudaginn 20.ágúst 2018.

Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár.

Hlauptu til góðs

Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Sjá nánar hér.

Skráning góðgerðafélaga

Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2018 hefst 11.janúar. Félög sem tóku þátt í söfnuninni í fyrra fá póst þar sem þau eru hvött til að skrá sig aftur til þátttöku. Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is. Sjá nánar hér.

Áheitasöfnunin 2017

Árið 2017 var slegið nýtt met í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka þegar hlauparar söfnuðu 118.583.717 krónum til 152 góðgerðafélaga á hlaupastyrkur.is. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin yfir 660 milljónir.

Þau félög sem safnaðist mest fyrir árið 2017 voru Hlaupið fyrir Láru 11,8 milljónir, Ljósið 9,7 milljónir og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 5,4 milljónir. 113 af þeim 152 félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 28 félög fengu meira en milljón. Sjá nánar í lista yfir greidd áheit 2017.

Leifur Grétarsson safnaði mest allra einstaklinga, 4.325.392 krónur fyrir Hlaupið fyrir Láru. Aldrei áður hefur einstaklingur safnað eins miklu en gamla metið var 3,6 milljónir frá árinu 2016. Ingibjörg Anna Ingadóttir safnaði næst mest, 1.201.000 krónur fyrir Styrktarsjóð Herdísar Maríu. Í þriðja sæti einstaklinga var Hildur Björnsdóttir sem safnaði 1.116.000 krónum fyrir Ljósið. Flest áheit fékk Camilla Rut Arnarsdóttir, 583 talsins, en hún safnaði 1.073.000 krónum fyrir Hringinn. Aldrei áður hefur einstaklingur fengið eins mörg áheit og Camilla Rut fékk í ár, gamla metið var 385 áheit frá árinu 2016.

Smellið hér til að skoða nánari tölfræði áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2017.

Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.