Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Krabbameinsfélag Suðurnesja

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað þann 15. nóvember árið 1953. Félagsmenn eru nú um 900 og án þeirra væri ekki hægt að halda þjónustuskrifstofunni gangandi. Meginmarkið þess er að styðja í hvívetna baráttunni gegn krabbameini. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, fræðslu, forvarnir ásamt því að styrkja einstaklinga fjárhagslega í baráttunni við krabbamein en fjárhagsleg byrði þeirra sem veikjast er mikil.

Félagið býður upp á fræðslu, upplýsingargjöf fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, jóga, námskeið, viðburði og stuðningshópa. Tveir stuðningshópar, fyrir karla og konur, eru starfandi hjá félaginu en jafningjastuðningur er mikilvægt fyrir þá sem greinast með krabbamein.

Þjónustuskrifstofan er á Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ og er hún opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 12-16.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade