Góðgerðarmál

Lipoedema Ísland
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Lipoedema Ísland var stofnað í maí 2024 og tekur nú þátt í áheitasöfnun í annað sinn á þessu ári.
Um 11% kvenna þjást af Lipoedema (fitubjúg), sem oftast kemur fram við kynþroska, en getur einnig byrjað á meðgöngu eða breytingaskeiði. Þetta er genagalli og hormónatruflun sem veldur óeðlilegri fitusöfnun á neðri hluta líkamans og stundum á upphandleggjum. Þessi fita er óbrennanleg og einungis hægt að fjarlægja hana með sérstöku lipo fitusogi.
Lipoedema getur verið hvimleiður og kvalarfullur sjúkdómur. Hann veldur oft miklum sársauka, bólgum og óþægindum, sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra sem þjást af honum. Sjúkdómurinn getur einnig haft áhrif á sjálfsmynd og andlega heilsu, þar sem líkamlegar breytingar geta verið erfiðar að sætta sig við.
Lipoedema er lítt þekkt meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Við vinnum að því að auka vitund um sjúkdóminn og fá hann viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu, svo þeir sem þjást af honum fái þá aðstoð og meðferð sem þeir þurfa.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir