Hlaupahópur
Ernirnir
Hleypur fyrir Einstök börn Stuðningsfélag
Samtals Safnað
Markmið
Við hlaupum fyrir Einstök börn í nafni Viktors Ernis og Hrafns Ernis.
Hrafnhildur og Þröstur, foreldrar þeirra, deildu sögu sinni hér: https://www.instagram.com/stories/highlights/17977922654067767/
Það er mikilvægt að styðja við góðgerðarfélög sem halda vörð um réttindi, veita ráðgjöf og faglegan stuðning til einstakra barna, systkina, foreldra og annarra.
Við erum afskaplega stolt af þessum drengjum okkar og það væri mikil ánægja að færa félaginu peningagjöf í þeirra nafni.
Ef einhver vill vera með okkur í liði þá er það kærkomið!
Þröstur, Katrín, Ella, Arna, Kristín og Magga :)
Einstök börn Stuðningsfélag
Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. Í dag eru um hátt í 600 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 450 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir