Hlaupahópur
HlaupaÁST
Hleypur fyrir Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Samtals Safnað
Markmið
Fyrir sex árum eignaðist ég agnarsmáa hetju 12 vikum fyrir settan dag - Ásthildi. Ásthildur lifði í sex vikur og varði lífi sínu á Vökudeild. Eftir dvölina á Vökudeild varð mér ljóst að starfsfólkið þar væri einhvers konar himnaverur að handan. Flest öll tæki og annar aðbúnaður eru gjafir frá Hringnum og öðru velvildarfólki. Á Vökudeild eignaðist ég einar mínar dýrmætustu minningar, þökk sé starfsfólki og aðbúnaði.
Mig hefur í mörg ár langað til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni en ekki haft tök á. Ég nota gervifætur og hef ekki átt hlaupafætur fyrr en núna! Ég og Bjarkar Sigur, bróðir Ásthildar, ætlum að hlaupa ásamt HlaupaÁST - fjölskyldu og vinum Ásthildar, og styrkja Vökudeild.
Okkur þætti vænt um ykkar stuðning - margt smátt gerir eitt stórt.
Takk fyrir stuðninginn - Alma, Bjarkar Sigur og HlaupaÁST <3
Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir