Hlaupahópur
Team Sigrún
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Sigrún greindist fyrst með bólgukrabbamein í brjósti árið 2016, þá 28 ára, þegar hún var með Lexí, 8 mánaða dóttur sína, á brjósti. Í framhaldi af því fór hún í lyfjameðferð, brjóstnám og geislameðferð og var krabbameinslaus í lok nóvember 2016.
Við tóku 5 ár af andhormónameðferð sem var sett á bið í byrjun 2022 til að gefa Sigrúnu og Högna tækifæri til að eignast annað barn. Þau fengu 1 ár til að verða ólétt og fengu jákvætt próf 31.des, 2022. Við tók erfið meðganga með mikilli ógleði og bakverkjum. Það sem í byrjun var talið vera brjósklos reyndist vera meinvörp í baki og við frekari skoðun fundust líka meinvörp í lifur. Brjóstakrabbameinið var komið aftur og hafði dreift sér.
Þá tók meðgönguvæn lyfjameðferð við í 12 vikur og síðan kom Úlfur litli í heiminn með keisara þann 1.ágúst síðastliðinn, eftir 35 vikna og 4 daga meðgöngu. Hann var heilsuhraustur og fékk að fara heim 2 dögum eftir fæðingu.
Næst á dagskrá eru fleiri myndgreiningar til að athuga stöðu mála og ný hormóna tengd lyfjameðferð í 8-12 vikur. Síðan tekur við frekari andhormónameðferð og framtíðin hvernig sem hún lítur út.
Fjölskyldan tekur einn dag í einu og reynir að njóta sérhvers þeirra eins og þeir koma.
Við samstarfsfólk hennar í NetApp (og fjölskyldur þeirra) ætlum að hlaupa í maraþoninu í ár til styrktar Krafti, til stuðnings fjölskyldunnar.
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Hlauparar í hópnum
Gísli Leifsson
Nýir styrkir