Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km

Heiðbjört Vigfúsdóttir

Hleypur fyrir Líf styrktarfélag

Samtals Safnað

10.000 kr.
50%

Markmið

20.000 kr.

Ég ætla að taka þátt í maraþoninu með 14 ára dóttur minni í 10 km hlaupinu. Ég óttast mikið að hún muni vilja spretta fljótt framúr mér en erum mjög spenntar að hafa gaman og styðja góð málefni. Meðan hún ætlar að safna fyrir Vökudeild barnaspítalans langar mig að safna fyrir Líf kvennadeild en báðar deildirnar hjálpuðu okkur mæðgum þegar hún kom í heiminn og óvænt þurfti á hjálp að halda.

Ég ólst upp með frábærar fyrirmyndir í móður minni og vinkonum sem hafa unnið svo frábært starf á kvennadeild landsspítalans fyrir aðrar konur og svo sjálf fætt þar þrjú börn. 

Kvennadeildin sinnir svo mörgum mikilvægum og hógværum störfum sem mér finnst þörf á að minna á og vona að aðstaða og búnaður fyrir starfsmenn og konur haldi áfram að vera til fyrirmyndar.

Líf styrktarfélag

Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Ólöf Björnsdóttir
Upphæð3.500 kr.
Engin skilaboð
Arna Björg
Upphæð2.500 kr.
Go Heiðbjört! 🏃‍♀️
Kristrún Tinna
Upphæð2.000 kr.
Áfram Heiðbjört! 💪
V6
Upphæð2.000 kr.
Make the street proud!

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade