Hlaupastyrkur

Hlauparar

Half Marathon

Anna María Pálsdóttir

Hleypur fyrir Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

Samtals Safnað

65.000 kr.
13%

Markmið

500.000 kr.

Ég ætla hlaupa mitt fyrsta hálf maraþon fyrir Sindra vin minn ❤️

Síðustu fimm ár hef ég átt þann heiður að þekkja yndislega Sindra, sem með hugrekki sínu, húmor, góðvild og glaðlyndi hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þrátt fyrir að mæta áskorunum sem flest okkar geta varla ímyndað sér, hefur Sindri alltaf sýnt ótrúlegan andlegan styrk. Fæddur með Warburg Micro Syndrome, sem hefur fært honum áskoranir eins og sjónskerðingu, einhverfu og lága vöðvaspennu, hefur Sindri farið í gegnum lífið með ósigrandi vilja.

Í lok september 2023 varð hann fyrir mænuskaða vegna aðgerðar á Landspítalanum sem leiddi til varanlegrar lömunar fyrir neðan axlir. Í kjölfarið veiktist Sindri alvarlega og var í 2 mánuði á gjörgæsludeild. Sindri, sem áður rúllaði sér út um allar trissur í stólnum sínum, er nú háður lyfjum og tækjum og þarf umönnun allan sólarhringinn. Saga Sindra er ekki aðeins saga áskorana heldur einnig saga um gleði og auðugt líf sem hefur blómstrað af ást, stuðningi og ákveðni. Líf hans, fyllt með prakkara hlátri og hamingju, lýsir upp lífið hjá öllum sem eru það heppnir að þekkja Sindra. Þrátt fyrir mótlæti þá skín seigla Sindra björtust.

Við, Vinir Sindra, viljum safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu til að styrkja Sindra á þessum erfiðu tímum. Upphæðin sem safnast rennur öll í Hjálpartækjasjóð Sindra og verður nýtt til að styrkja Sindra í öllu því sem eykur lífsgæði hans og hamingju í lífinu.

Fyrir Sindra- hjálpatækjasjóður Sindra

Hjálpartækjasjóður Sindra var stofnaður fyrir Sindra Pálsson sem er 15 ára og fæddist með heilkennið Warburg Micro Syndrome. Heilkennið veldur sjónskerðingu, einhverfu og lágri vöðvaspennu. Þrátt fyrir sínar takmarkanir þá gat Sindri lifað góðu og innihaldsríku lífi, stundaði nám í Klettaskóla og rúllaði sér út um allar trissur á hjólastólnum sínum. Í lok september 2023 varð Sindri fyrir miklu áfalli þar sem hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan axlir vegna aðgerðar á Landspítalanum. Sindri veiktist alvarlega í kjölfar þessa áfalls og var í 2 mánuði á gjörgæsludeild. Hans bíður nú löng og ströng endurhæfing en ljóst er að lömunin er varanleg. Markmiðið með söfnuninni er að styrkja Sindra í öllu því sem eykur lífsgæði hans og hamingju í lífinu.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Eiríka Ásgrímsdóttir
Upphæð4.000 kr.
Vel gert, áfram Anna María
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir
Upphæð5.000 kr.
gangi þér vel
Bryndís Hrafnkelsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Go Team Sindri!
Pall Asgrimsson
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Rakel
Upphæð2.000 kr.
Flottust❤️🙌
Anna
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel!!
ragga björk aradóttir
Upphæð2.000 kr.
Snillingar!!! ❤️
Diljá Líf Ragnarsdóttir Thorarensen
Upphæð1.000 kr.
Áfram Anna!
Guðfinna Kristín
Upphæð2.000 kr.
Áfram Anna María og Sindri langbesti <3 <3 <3
Styr
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Auður Teitsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Áfram þið<3
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Iðunn Una Hrefnudóttir
Upphæð5.000 kr.
Held svo mikið með ykkur 🩷🩷🩷
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Eyjó
Upphæð5.000 kr.
Be the light

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade