Hlauparar

Agnes Valdimarsdottir
Hleypur fyrir Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í febrúar á þessu ári gekk ég í "klúbb" sem enginn vill vera partur af. Elsku Árni, maðurinn minn og faðir barnanna okkar, lést fyrir aldur fram. Ljónshjarta eru samtök sem halda utan um ungt fólk sem hefur misst maka og það sem mér þykir jafnvel enn mikilvægara: Ljónshjarta heldur viðburði fyrir börn sem hafa misst foreldri.
Ég hef aldrei farið hálft maraþon áður en veit fyrir víst að Árni myndi peppa mig alla leið, eflaust hlaupa samferða mér miklu hægar en hefði hentað honum. Fyrsta hlaupið án hans.
Allur peningur sem safnast í Reykjavíkur Maraþoninu til styrktar Ljónshjarta er notaður til þess að greiða fyrir sálfræðikostnað barna.
Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings ungu fólki sem hefur misst maka og barna sem misst hafa foreldri voru stofnuð 2013. Allt sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer í verkefnið Grípum Ljónshjartabörn - til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem misst hafa foreldri.
Nýir styrkir