Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp 10km til styrkar Endósamtökunum.
Endósamtökin veita stuðning, uppfræða samfélagið um sjúkdóminn ásamt því að stuðla að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir fólk sem glímir við sjúkdóminn.
Ég sjálf greindist með endó árið 2018 og verið mikið inni og útaf spítala síðan þá og farið meðal annars í þrjár kviðsjáaðgerðir til að fjarlæga samgróninga. Eins og staðan er núna er alltof langur biðtími eftir greiningu og meðhöndlun og oft skortur á þekkingu á sjúkdómnum.
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir