Hlaupastyrkur

Hlauparar

Steinunn Þórðardóttir

Hleypur fyrir Kvennaathvarf

Samtals Safnað

22.000 kr.
22%

Markmið

100.000 kr.

Tími til kominn að gefa til baka. 

Starfsemi kvennaathvarfsins hjálpaði mér í annarskonar maraþoni. Ég veit því af eigin reynnslu hversu mikilvæg og dásamleg starfsemi þar er. Að hlaupa fyrir þau í ár er mín leið til að þakka fyrir mig. 

Ætla að hlaupa töluvert lengra en ég hef nokkru sinni hlaupið áður.  Ég hlakka til að takast á við áskoranirnar sem verða líklega á leiðinni að markmiðinu. Ég veit að þær koma til með að gefa mér innri styrk. 

Vona að þið heitið á mig og þannig hjálpað mér að þakka fyrir mig. En líka og kannski fyrst og fremst, hjálpað konum og börnum sem þurfa á því að halda. Kvennaathvarf

Starfsemi félagsins felst í rekstri neyðarathvarfa fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis annars heimilismanns. Einnig er rekin viðtalsþjónusta fyrir konur sem ekki koma til dvalar heldur kjósa að reyna að breyta aðstæðum sínum án þess að fara burt af heimilum sínum. Sjálfsstyrkingarhópar eru fyrir konur sem eru að vinna sig út úr ofbeldissamböndum þar sem þær eiga þess kost að kynnast öðrum einstaklingum sem búa við sambærilegar aðstæður, heyra sögur þeirra og leitast við að finna lausnir á málunum. Þá er símaþjónustan opin allan sólarhringinn. Fræðsla um ofbeldi, birtingarmyndir þess og forvarnir er hluti af starfseminni og gefnir eru út bæklingar sem dreift er bæði til heilsugæslustöðva, skóla og víðar.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Guðný Sigríður Gunnarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Steina :)
Þórður Ingólfsson
Upphæð10.000 kr.
Hef trú á þér Steina mín
Helga Kristjánsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Þú getur það sem þú vilt.
Atli
Upphæð2.000 kr.
Vel gert

Samstarfsaðilar