Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!


14. febrúar 2025 á degi ástarinnar fæddist elsku stelpan okkar Birta Böðvarsdóttir lífvana eftir að engin hjartsláttur hafði fundist í mæðraverndinni deginum áður.
Lífið okkar hrundi, á örskammri stundu hafði framtíðarsýn okkar um lífið með Birtu horfið. Mesta sorg sem við höfum upplifað og áfallið stórt.
Gleym mér ei greip okkur. Fallegi minningarkassinn með öllum fallegu hlutunum fyrir okkur og Birtu gerði svo mikið fyrir okkur og upplýsingabæklingurinn þeirra var einhvern veginn með svarið við öllum vangaveltum okkar.
Strax ákváðum við að hlaupa fyrir Gleym mér ei. Ég hef áður hlaupið fyrir félagið. Ég hljóp í minningu systur minnar sem fæddist andvana árið 1967.
Í ár hleyp ég fyrir Birtu dóttur mínar, Ástrós systir og öll hin englabörnin og því hleyp ég fyrir Gleym mér ei
Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Nýir styrkir

















