Hlaupastyrkur

Hlauparar

Hálfmaraþon - Keppnisflokkur

Ísak Þorri Maier

Hleypur fyrir Reykjadalur - Sumarbúðir

Samtals Safnað

52.000 kr.
52%

Markmið

100.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa hálft maraþon fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Í sumar hóf ég þar störf og er þetta án efa ein skemmtilegasta og dýrmætasta reynsla sem ég hef öðlast. Öll sem koma í sumarbúðirnar fá að njóta sín á eigin forsendum sem leyfir þeim að blómstra í frábæru umhverfi.

Styrkir einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu í dalnum. Mig langar að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hægt sé að halda áfram þeirri uppbyggingu og því frábæra starfi sem á sér stað í Reykjadal. 

Fyrir fram þakkir fyrir stuðninginn! 

Reykjadalur - Sumarbúðir

Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Kristjana
Upphæð2.000 kr.
Áfram Ís💪🦵
Júlli
Upphæð5.000 kr.
Takk fyrir sumarið elsku Ísak 💚 Áfram Reykjadalur
Amma Sólveig
Upphæð1.000 kr.
Ísak minn 🥰 ÁFRAM ÍSAK🥰
Stebbi
Upphæð2.000 kr.
Go smash it brósi!
Guðrún Rut
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel Ísak, Reykjadalur er uppáhalds hjá einni sem við þekkjum vel
Kristín Rós og fjölsk.
Upphæð5.000 kr.
Takk fyrir starf þitt með Hóp 3 í Reykjadal í sumar. Jóhann Freyr okkar átti þar eina sína bestu dvöl í Reykjadal í langan tíma, þú átt stóran þátt í því. Áfram þú.
Jürgen Maier
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Ester Inga
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Pálmi A
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Helga Jónsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Stuðningskveðjur!
Freyja Maier
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel😇
Hekla Marey Steingrímsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Bidda
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Vala Saskia
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Mamma
Upphæð5.000 kr.
Vel gert hjá þér Ísak minn

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade
  • Holdur Car Rental Iceland