Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa hálft maraþon fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Í sumar hóf ég þar störf og er þetta án efa ein skemmtilegasta og dýrmætasta reynsla sem ég hef öðlast. Öll sem koma í sumarbúðirnar fá að njóta sín á eigin forsendum sem leyfir þeim að blómstra í frábæru umhverfi.
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja spila stórt hlutverk í allri uppbyggingu í dalnum. Mig langar að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hægt sé að halda áfram þeirri uppbyggingu og því frábæra starfi sem á sér stað í Reykjadal.
Fyrir fram þakkir fyrir stuðninginn!
Reykjadalur - Sumarbúðir
Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.
Nýir styrkir
















