Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!


Ég ætla að hlaupa fyrir mig og alla hina sem eru í Neistanum, félaginu sem er búið að standa þétt við bakið á mér og minni fjölskyldu síðan ég fæddist.
Ég hef farið í 3 hjartaaðgerðir en man lítið eftir þeim þar sem þær voru allar gerðar áður en ég var 2ja ára. En mamma og pabbi segja að ég hafi staðið mig svakalega vel :) Hlakka til að hlaupa og hlakka til að sjá styrkina frá ykkur flotta fólk.
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Nýir styrkir
















