Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir Emilý Rósu ömmustelpuna mína sem að kennir mér eitthvað nýtt alla daga og Kristófer systurson minn og vekja í leiðinni athygli á málefnum barna og ungs fólks með einhverfu❤️
Mér þætti mjög vænt um að þið mynduð heita á mig og styrkja í leiðinni þetta mikilvæga starf einhverfusamtakanna❤️
Einhverfa er allskonar og saman getum við best fagnað fjölbreytileikanum❤️
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1070. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
Nýir styrkir

















