Hlaupastyrkur

Hlauparar

Samtals Safnað

40.000 kr.

Við mæðgur ætlum að hlaupa fyrir Kraft næsta laugardag, 18. september. Snemma á þessu ári greindist Sóley Björg mágkona mín með brjóstakrabbamein  aðeins 26 ára gömul. Áfallið var mikið fyrir hana og okkur fjölskylduna. Við tók langt og erfitt ferli sem hófst með lyfjameðferð og í framhaldinu á því fór hún í tvöfallt brjóstnám. Núna í september byrjar hún í geislameðferð. Sóley hefur staðið sig frábærlega í öllu ferlinu. Kraftur hefur staðið þétt við bakið á Sóley og okkur fjölskyldunni síðustu mánuði.

Þó maraþoninu sjálfu sé aflýst í ár þá ætlum við í hlaupakrafti Sóleyjar að hlaupa fyrir Kraft og elsku Sóley okkar. Hér getið þið lagt ykkar lið og styrkt Kraft með því að heita á okkur.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Kraftur styður ungt fólk með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur þess með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu í formi blaða- og bókaútgáfu og vefsíðu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið starfrækir neyðarsjóð, vegna læknis- og lyfjakostnaðar, sem félagar geta sótt um styrk í. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Málfríður Baldvinsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Ingibergur Þorgeirsson
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Fríður
Upphæð5.000 kr.
Frábært hja ykkur ❤️
Ásgerður Þorgeirsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Áfram Valgerður Björk og Ebba Lára og gangi ykkur vel.
Kristján E Möller
Upphæð5.000 kr.
Frábært hjá ykkur , elsku mæðgur 💕

Samstarfsaðilar