Hlaupastyrkur

Hlauparar

Knútur Haukstein Ólafsson

Hleypur fyrir Stígamót

Samtals Safnað

8.000 kr.

Á síðasta ári 2021 fór ég úr því að vera 90 kg í yfirþyngd í byrjun árs og niður í 75 kg undir lok þess. Þrátt fyrir asthma og bakflæðisvandamál hljóp ég samtals 1128 km frá 13. apríl til 31. desember. Þar af voru þrjú hálfmaraþon (a.m.k. 21.1 km), eitt hlaup í kring um Akrafjall (33 km) og eitt maraþon til styrktar UN Women á Íslandi. Þann 12. september hljóp ég frá Borgarnesi til Akraness og tók innanbæjarkrókaleið á Akranesi til að ná a.m.k. 42.2 km. Ég hljóp 42.72 km á 04:04:04 en markmiðið mitt er að mæta aftur til leiks í ágúst á þessu ári og hlaupa maraþon til styrktar Stígamóta. Let's go! 

Stígamót

Stígamót er sjálfseignastofnun sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Einnig geta aðstandendur þeirra sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi sótt stuðningsviðtöl á Stígamótum. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Daði Freyr
Upphæð2.000 kr.
Hlakka til að sjá þetta maraþon. Vel gert.
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð

Samstarfsaðilar