Hlauparar
Erling Daði Emilsson
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Vinir og fjölskylda Katrínar Sunnu
Samtals Safnað
Í september í fyrra greindist 8 ára dóttir okkar hjóna með krabbamein. Í kjölfarið fylgdi ströng meðferð á Barnaspítala Hringsins og á sjúkrahúsum í Svíþjóð sem stendur enn yfir.
Líf fjölskyldunnar tók miklum breytingum við greininguna og hefur Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) stutt við bakið á okkur í gegnum áfallið og ferlið í kjölfarið. Dóttir mín hefur haft mikið yndi af listmeðferð SKB, við foreldrarnir sótt mömmu- og pabbahóp félagsins og fjölskyldan átt yndislegar stundir í sumarhúsi félagsins á milli meðferða svo fátt eitt sé nefnt.
Ég ætla því að hlaupa maraþon til styrktar SKB til að þakka fyrir stuðninginn og það frábæra og mikilvæga starf sem SKB vinnur.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir