Hlauparar
Lára Kristjana Lárusdóttir
Hleypur fyrir Alzheimersamtökin
Samtals Safnað
Markmið
Ég ætla að hlaupa fyrir Alzheimerssamtökin og þeirra góða starf. Við fjölskyldan fengum mikinn stuðning frá samtökunum þegar mamma greindist árið 2017. En mamma er ein af þeim "ungu" sem greinast en hún var aðeins 62 ára. Mamma hefur staðið sig eins og hetja í baráttunni við sjúkdóminn og tekist á við hann með jákvæðni og miklu hugrekki.
Mamma var svo heppin að komast í dagþjálfun hjá Fríðuhúsi stuttu eftir að hún greindist og fékk hún mikla þjálfun og náði hún þeim stóra áfanga að byrja prjóna aftur eftir langt hlé. Stórar og fallegar þakkir fá allir starfsmenn í Fríðuhúsi.
Sjúkdómurinn fór skyndilega að taka mikið frá mömmu og fékk hún mikið málstol og stuttu seinna mikið verkstol sem fylgir oft Alzheimerssjúkdómnum, en það er alltaf stutt í brosið hjá mömmu enda er hún ein af jákvæðustu manneskjum sem ég hef kynnst.
Það var alveg sama hvað á gekk, alltaf gat maður leitað svara í Fríðuhúsi eða hringt í ráðgjafa hjá Alzheimersamtökunum og fengið stuðning eða spurt spurninga um sjúkdóminn.
Með áframhaldandi fræðslu og stuðningi veit ég að hægt verður að efla samtökin ennþá meira og vonandi fá dagþjálfunardeildir eins og Fríðuhús ennþá að standa til boða, þar sem heimilislegt umhverfi og andi fá að njóta sín, það veitti mömmu mikla gleði og öryggi.
Mamma dvelur nú á hjúkrunarheimili og er sú fræðsla sem Alzheimersamtökin hafa gefið okkur enn að nýtast okkur.
Takk allir sem hafa hjálpað og stutt okkur eftir að mamma veiktist.
Áfram Alzheimersamtökin!
Alzheimersamtökin
Alzheimersamtökin er félag aðstandenda og velunnara einstaklinga með heilabilun. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.
Nýir styrkir