Hlauparar
Hilmar Gunnarsson
Hleypur fyrir Reykjadalur
Samtals Safnað
Ég ætla að hlaupa fyrir Kristófer son minn og alla krakkana í Reykjadal.
Kristófer er greindur með afar sjaldgæfan litningagalla sem nefnist Ring 18. Hann er sá eini hér á landi með þetta heilkenni sem lýsir sér í mikilli þroskaskerðingu og fötlun. Kristófer kom í heiminn þann 6. febrúar 2011 og hefur kennt okkur margt á þessum tíma.
Pabbinn ætlar að hlaupa nokkra kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 20. ágúst 2022 og safna fyrir Reykjadal. Þar er unnið frábært starf sem við fjölskyldan fáum notið.
Kristófer er umvafinn yndislegu fólki á hverjum degi sem vill allt gott fyrir hann gera og fyrir það erum við þakklát. Hann á líka bestu mömmu sem hægt er að hugsa sér og reyndar ömmur, afa, frænkur, frændur, bræður...
Takk fyrir stuðninginn ♥
Reykjadalur
Reykjadalur er sumar- og helgardvalarstaður í Mosfellsdal fyrir börn og ungmenni með fötlun og/eða sérþarfir. Í Reykjadal er börnum og ungmennum sem þurfa sérstakan stuðning gefið tækifæri til að skapa ógleymanlegar minningar.
Nýir styrkir