Hlaupastyrkur

Hlauparar

Diljá Rut

Hleypur fyrir UN Women á Íslandi

Samtals Safnað

7.000 kr.
14%

Markmið

50.000 kr.

"Behind every successful woman is a tribe of other successful women." 

þessi fleygu orð lýsa þeirri forréttindastöðu sem ég er í sem íslensk kona: dóttir, vinkona, frænka og stjúpa. Ég hef rödd og ég get gert allt sem ég einset mér. Því miður eru ekki allar konur í sömu forréttindastöðu og ég. Sem betur fer eru til samtök sem vilja bæta og breyta heiminum, og gera hann að jafnari og betri stað, útrýma kynbundnu ofbeldi og hjálpa konum í efnaminni samfélögum til mennta. Hjálpa þeim að hafa rödd í sínu samfélagi og vonandi breyta því til betri vegar. Þessum markmiðum er ég til að veita liðsinni. Samtökin hafa sérstaklega verið að styðja við konur og börn í Úkraínu um þessar mundir undir millimerkinu #náðirþúaðpakka?. 

í ágúst fáum við loksins að halda maraþon og upplifa alla stemmingunga sem því fylgir. Ég hlakka svo mikið til  enda er svona viðburður uppskeruhátíð hlaupara.  Vonandi sjáumst við sem flest hvort sem er þeir verða þar til hlaupa, ganga eða hvetja á hliðarlínunni. 

UN Women á Íslandi

UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. UN Women styrkir verkefni sem miða að því að binda endi á ofbeldi gegn konum, draga úr fátækt og að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu auk þess að veita konum sjálfsögð mannréttindi. UN Women vinnur eftir þeirri hugmyndafræði að þegar konur eru heilbrigðar, menntaðar og þátttakendur í hagkerfinu nái ávinningurinn til barna þeirra, samfélaga og þjóða. Stofnunin treystir alfarið á frjáls framlög frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Einar Freyr Elínarson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð

Samstarfsaðilar