Hlauparar
Karen Olga Ársælsdóttir
Hleypur fyrir Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri
Samtals Safnað
Markmið
Ljónshjarta hefur hjálpað fjölskyldunni minní á okkar erfiðustu tímum eftir að við misstum Einar í janúar. Félagið heldur úti mikilvægu starfi og stuðningsneti fyrir maka og börn í sorg. Það er ómetanlegt eiga þennan vettvang þar sem hægt er að leita til aðila með sömu reynslu að baki og finna að það er ljós á enda ganganna.
Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri
Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Stuðningsfélagið Ljónshjarta var stofnað í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að aðstoða og styðja við ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Það er gert með jafningjastuðningi, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru.
Nýir styrkir