Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km

Anna Schalk Sóleyjardóttir

Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Team Tómas

Samtals Safnað

30.000 kr.
100%

Markmið

10.000 kr.

Ég hleyp fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, en Tómas litli bróðir minn er einmitt með krabbamein. Hann greindist með hvítblæði árið 2018, þá 16 ára gamall. Þó meinið hans sé vel meðhöndlanlegt og honum hugað langt og gott líf er baráttan mikið og leiðinlegt langhlaup.

Tómas er sterkasti einstaklingur sem ég þekki og hefur barist við þennan andskota af þvílíkri jákvæðni og styrk sem við hin höfum átt erfitt með að skilja hvaðan kom. Í varnarleysinu gegn stökkbreytingu frumanna í Tómasi hefur mér því dottið í hug að hlaupa til styrktar þessa félags.

Ég er þakklát fyrir hverja krónu sem safnast, en vil líka hvetja lesendur til þess að skrá sig sem stofnfrumugjafa. Það er sáraeinfalt og má gera hjá Blóðbankanum, en bæði blóðgjafir og stofnfrumugjafir bjarga lífum hvítblæðissjúklinga á hverjum degi.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Brynja Jónsdóttir
Upphæð6.000 kr.
Góð!
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Guðrún Jónsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Ást og stolt
Ólafía Guðný
Upphæð2.000 kr.
<3
Kristín Jónsdóttir Njarðvík
Upphæð5.000 kr.
Toj toj
Kristján Þorsteinsson
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel

Samstarfsaðilar

 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Fulfil
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade