Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
Í okkar fjölskyldu höfum við reynt á eigin skinni hvað fræðsla og skilningur á adhd skiptir miklu máli. Tilveran getur stundum verið strembin fyrir einstaklinga með adhd og aðstandendur þeirra - við Úlfur sonur minn og okkar fólk þekkjum það! Þá hefur verið gott að vita af heilum samtökum sem skilja, styðja og fræða. Við viljum því leggja Adhd samtökunum lið við sitt frábæra starf og vonum að sem flestir kynni sér þann mikla fróðleik sem er td að finna á heimasíðu þeirra.
ADHD samtökin
Í meira en 30 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Nýir styrkir