Hlaupastyrkur

Hlauparar

Svala Eldberg

Hleypur fyrir Alzheimersamtökin

Samtals Safnað

143.000 kr.
100%

Markmið

100.000 kr.

Nýlega greindist pabbi minn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Það var áfall fyrir okkur sem elskum hann svo mikið en það vakti líka blendnar tilfinningar að sjá hvernig kerfið lifnar við þegar slík greining er sett á blað. Skyndilega komu til sögunnar ýmsir góðir læknar, úrræði, lyfjagjafir, eftirfylgni, fundir og utanumhald. Við höfum fengið þær fréttir að ekki verði hægt að lækna hann af meininu en samt sem áður finnum við mikinn stuðning og skilning í kerfinu og samfélaginu í kring.

Þó þessi umgjörð sé velkomin og þegin með þökkum hefur setið í mér nokkur sársauki. Því að fyrir tæpum 4 árum síðan greindist pabbi með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body en hann er einnig ólæknandi. Við þá greiningu poppaði hinsvegar ekki upp samskonar læknateymi, lítil sem engin eftirfylgni í heilbrigðiskerfinu, fá úrræði og lítill skilningur og þekking. Það eina sem við höfum geta gert er að reyna að njóta samverunnar með pabba á meðan við horfum á getu þessa hörkuduglega manns minnka og drauma sem hann átti um ævintýri á efri árum dofna fyrir augunum á honum.

Það er þess vegna sem ég ætla að hlaupa hálft maraþon fyrir Alzheimer samtökin en þar hefur pabbi og við fjölskyldan sótt flest þau úrræði, þekkingu og stuðning sem er í boði í kerfinu. Þessi frjálsu félagasamtök reka dagþjálfun sem pabbi sækir 3 daga í viku og hefur bæði mikið gagn og gaman af.

Sama dag og hlaupið á að fara fram eiga pabbi og mamma 40 ára brúðkaupsafmæli. Það væri falleg gjöf ef þið styrkið samtökin með því að heita á mig og hendið inn kveðju til þeirra hjóna í leiðinni. Margt smátt gerir eitt stórt!

Alzheimersamtökin

Alzheimersamtökin er félag aðstandenda og velunnara einstaklinga með heilabilun. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Gróa
Upphæð2.000 kr.
Í minningu móður minnar sem lést af Alzheimer sjúkdómnum.
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
aðalheiður sveinbjörnsdóttir
Upphæð1.000 kr.
604
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Sigurrós Hermannsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi ykkur vel.
Hlynur
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Patricia
Upphæð3.000 kr.
💕💕
Hrönn
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Elin Guðmundsdottir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel frænka
Guðmundur
Upphæð1.000 kr.
❤️
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Edda Arnaldsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Til hamingju með þau! Ég er stolt af þér vinkona ❤
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Sessý
Upphæð10.000 kr.
Dugnaðarforkur, þakklát fyrir góða fyrirmynd fyrir alla og þá sérstaklega ömmustelpurnar
Einar Jón
Upphæð5.000 kr.
♡♡♡
Birna Rún Guðmundsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Stolt af þér ❤️
Heiða H. Þorleifsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Vel gert Svala! Við stöndum öll við bakið á þér :)
Telma Rós
Upphæð2.000 kr.
❤️
Halla Arnardóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Fjóla og Pétur
Upphæð2.000 kr.
Gangi ykkur vel.
Fríða
Upphæð5.000 kr.
🏃🏼‍♀️❤️
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Pabbi
Upphæð10.000 kr.
Áfram Svala! Stend með þér.
Mamma
Upphæð10.000 kr.
Áfram Svala. Alltaf dugleg!
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Berglind Ragnarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Innilegar hamingjuóskir til yndislegu hjónanna sem fagna stór brúðkaupsafmæli. Þykir afar vænt um þetta frábæra fólk sem alltaf er kátt og til staðar. Ég vil fagna þeim með því að styrkja þetta hlaup og samtökin sem eru til staðar fyrir þennan yndislega mann. Ástarkveðjur.
Inga Beck
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Hildur Svavarsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Guðbergur Geir Jónsson
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Guðrún Helga
Upphæð1.000 kr.
Fallega hjartagóða vinkona mín ❤️
Inga Helga Sveinsdóttir
Upphæð1.000 kr.
❤️
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Margrét Hrefna
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Gudmundur J Thorleifsson
Upphæð10.000 kr.
Svala, takk fyrir að hlaupa fyrir gott málefni!

Samstarfsaðilar